fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Óvinir hins opna samfélags

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. júlí 2011 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrstu sýndist manni eins og Anders Breivik væri einsamall byssumaður, truflaður á geði, og það þyrfti kannski ekki tengja mikla pólitík við mál hans.

En þetta horfir öðruvísi við þegar líður frá hinu skelfilega ódæði hans.

Úr skrifum hans mál sjá mynd af manni sem liggur í hatursfullum málflutningi sem beinist gegn múslimum, femínistum og innflytjendum – gegn hinu opna samfélagi.

Breivik er afar vel heima í öllu þessu og birtir tilvitnanir út og suður. Hann á sér lærifeður sem prédíka hatur – jafnvel þótt þeir drepi ekki sjálfir. Það virðist ekki vera neinn skortur á slíku hatursáróðri, hvort heldur er í bókum eða á internetinu.

Breivik gekk hins vegar skrefinu lengra og fór að drepa fyrir málstaðinn. Í lýðræðissamfélögum vestursins er mikil helgi á mannslífum og þetta vekur almenna skelfingu. Árásir sem tengjast hægri öfgum og kynþáttahatri eru þó vel þekktar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Þær gerast með reglulegu millibili. En árásarmennirnir eru fæstir jafn stórtækir og Breivik og Timothy McVeigh.

Brevik beinir sjónum fólks að illskunni og hatrinu sem þrífst í þessum kimum –  við þurfum líklega að vera betur á verði gagnvart því. Hægri öfgamenn hafa sótt í sig veðrið hin síðari ár, flokkar sem boða tortryggni, þröngsýni og ótta hafa náð árangri í kosningum í ýmsum löndum. Og þeir hafa áhrif á stefnu annarra flokka og jafnvel ríkisstjórna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum