Will Hutton skrifar í Guardian um efnahagsstefnu ríkisstjórnar Davids Cameron sem virðist vera að bíða skipbrot.
Misseri eftir misseri mælist sama og enginn hagvöxtur í Bretlandi, en ríkisstjórnin, með Cameron og George Osborne fjármálaráðherra, í fararbroddi hanga fast í plön um að ná fjárlagahalla niður á stuttum tíma með miklum niðurskurði.
Á sama tíma njóta Bretar þess ekki þótt pundið hafi fallið gagnvart öðrum gjaldmiðlum og vextir hafi verið mjög lágir, útflutningsiðnaður er í mikilli lægð eftir áralanga áherslu á þjónustugreinar, breskur almenningur er einn sá skuldugasti í heimi og hann getur ekki vænt neinnar hjálpar vegna þess, fjárfestingar eru í algjöru lágmarki.
Það sem óánægðir íhaldsmenn krefjast einna helst þessa dagana eru skattalækkanir – sem gætu helst komið ríku fólki til góða.
Plan Osbornes gengur út á á að Bretland beiti niðurskurði til að komast út úr efnahagskreppunni. Það virðist einfaldlega ekki vera að virka.