Það er nauðsyn að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins. Annars gæti það lent í greiðsluþroti – sem gæti haft slæmar afleiðingar.
Það tekst ekki að ná samkomulagi milli Demókrata og Repúblikana um þetta. Það er óhjákvæmilegt að bæta fjárhagsstöðu ríkisins, Demókratar hafa viljað auka skattheimtu á auðmenn og stórfyrirtæki.
Það mega Repúblikanar ekki heyra minnst á. Þeirra kröfur eru að skorin verði niður fjárframlög til heilbrigðismála og velferðar.
Obama forseti hefur gengist inn á þetta að hluta til, en Repúblikönum finnst það ekki nóg.
En það er hins vegar nóg til að vekja reiði hins félagslega sinnaða arms Demókrataflokksins – stuðningsmanna Obama. Þar er fylgi hans í algjöru lágmarki.
Líklega mun þetta enda með einhvers konar samkomulagi, hinn möguleikinn er of háskalegur. Vinstri armur Demókrataflokksins mun áfram kjósa Obama, þeir hafa engan annan – og það er spurning hvort hófsamir Repúblikanar neyðist til að gera það líka. Ef kosið verður Teboðsins og Obama er alveg jafn líklegt að sá síðarnefndi verði fyrir valinu.