fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Forsætisráðherra Írlands tekur kirkjuna til bæna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 21. júlí 2011 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð fáheyrt að írskur forsætisráðherra hjóli í kaþólsku kirkjuna sem óvíða er jafn valdamikil og á Írlandi. Á Írlandi ríkti lengi eins konar klerkaræði.

En það gerði Enda Kenny, taoiseach á Írlandi, í óvenju harðorðri yfirlýsingu í gær.

Hann sagði að viðbrögð kirkjunnar við kynferðisbrotum presta gegn börnum í borginni Cork hefðu einkennst af tilraunum til að þagga niður í hneykslinu.

Þetta afhjúpaði sjálfsdýrkun, valdafíkn og veruleikafirringu Páfagarðs.

„Gert er lítið úr nauðgunum og pyntingum á börnum til að standa vörð um forræði stofnunarinnar, völd hennar og orðspor,“ sagði hann.

Kenny sagði ennfremur að samband Írlands og kirkjunnar gæti aldrei orðið hið sama eftir þetta. Kirkjan þyrfti að breytast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin