fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Paul Simon á heitu kvöldi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. júlí 2011 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sátum undir berum himni í gærkvöldi, á heitu kvöldi, og hlustuðum á Paul Simon klára tónleika eftir annað uppklapp með Diamonds on the Soles of her Shoes, Still Crazy after all these Years og The Boxer.

Það var snilld. Þetta er einn af þeim tónlistarmönnum sem eru mörg bindi – hann getur raðað saman mörgum tónleikaprógrömmum með lögum eftir sig. Og tíu manna hljómsveitin sem hann hafði með sér var frábær. Samanstóð af músíköntum sem gátu fært sig áreynslulaust milli hljóðfæra – og líka tveimur Suður-Afríkumönnum sem hafa leikið með honum síðan á Graceland.

Þegar ég var í Seattle um páskana reyndi ég að komast á tónleika með honum, gekk fram hjá tónleikahúsinu og heyrði óminn af því þegar hann lék Mother and Child Reunion.

Og af því landar eru alls staðar hittum við Íslendinga á tónleikunum, þau Lóu og Árna úr hljómsveitinni FM Belfast. Þau voru að spila á tónleikum hér.

Lóa myndskreytir greinar sem ég skrifa í Grapevine og Árni er sérlega klár tónlistarmaður.

Við tókum tvo íslenska diska með í ferðalagið til að spila fyrir útlenda vini okkar, Gus Gus og FM Belfast.

Mér finnst þeir báðir góðir – en konan mín fílar þann síðarnefnda betur.

cazsimon

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin