Í gær var haft eftir Avi Mizrahi, yfirhershöfðingja Ísraels, að landtökumenn á herteknu svæðunum beittu aðferðum hryðjuverkamanna gegn Palestínumönnum.
Meðferðin á Palesínumönnum er skelfileg. Það er alheimshneyksli að hún fái að viðgangast. Palestínumenn eru sviptir öllum rétti í heimkynnum sínum. Lönd þeirra eru tætt í sundur með múrum, girðingum og vegum sem þeir fá ekki einu sinni að nota sjálfir. Vatni þeirra er rænt. Þeir hafa ekki ferðafrelsi.
Össur Skarphéðinsson líkti þessu við apartheid og það er nákvæmlega það sem þetta er. Það var sómi að heimsókn hans til Palestínu – hann gerði ekki annað en að segja sannleikann.