Verðlag hækkar – aðallega vegna þess að krónan veikist.
Henni er haldið lágri til að myndist nægur afgangur af utanríkisviðskiptum Íslands og erlendum ferðamönnum til að greiða skuldir ríkisins. Krónan má í rauninni ekki hækka næstu árin, út á það gengur efnahagsstefnan.
Þetta veldur verðbólgu – sem er að verða miklu hærri en gert var ráð fyrir. Ég skrifaði um það í vor og fékk þá skammir frá nokkrum hagfræðingum.
Það veldur því aftur að verðbætur leggjast á lán almennings sem hækka sem því nemur.
Og þá lenda kjarasamningar í uppnámi. Það þarf að bæta launafólki þetta upp með hækkunum. Nóg er nú kjaraskerðingin orðin annars.
En aðalorsakavaldurinn er gjaldmiðillinn – ekki sérstakur verðbólguþrýstingur innanlands. Hann er ekki til staðar.