fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Spillingarnet Murdochs

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. júlí 2011 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rupert Murdoch var sérstakur vinur Margaret Thatcher. Hann hélt meira að segja jól með henni. Um hann er samt ekki orð í ævisögu hennar.

Fjölmiðlar Murdochs snerust gegn John Major – og studdu Tony Blair til að verða forsætisráðherra.

Þeir lögðu hins vegar Gordon Brown í einelti. Brown var skíthræddur við Murdoch-pressuna.

David Cameron er besti vinur Rebekah Brooks, sem er forstjóri News Incorporated, fyrirtækis Murdochs. Og jú, þau eru saman á jólunum. Cameron réð Andy Coulson, ritstjóra News of the World, sem talsmann sinn. Hann varð að segja af sér eftir að símhlerunarmálin komust í hámæli. Símhleranirnar hafa nú reynst vera miklu víðtækari og alvarlegri en fyrst var haldið.

Murdoch studdi stríðið í Írak eindregið – það má jafnvel segja að fjölmiðlar hans hafi riðið baggamuninn um stuðninginn við stríðið.

Þegar hins vegar hermennirnir fóru að koma heim í líkpokum fóru Murdoch-fjölmiðlarnir að hlera síma ættmenna þeirra til að ná í fréttir og sögur.

Marina Hyde skrifar um þetta spillingarnet í Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði