Stuttu eftir hrun kom ungur maður, Árni Guðmundsson, í Silfur Egils. Hann var með hugmyndir um hvernig væri hægt að standa að skuldafskriftum vegna fyrirtækja sem eru í vandræðum.
Ég hef birt þetta nokkrum sinnum áður, en nú virðist ærið tilefni til.
— — –
Hugmynd: Gagnagrunnur um skuldaafskriftir
Ástæða hugmyndar: Verja jafnræði og endurvekja traust á helstu viðskiptabönkum þessa lands.
Megininntak: Búinn verði til gagnagrunnur þar sem komi fram upplýsingar um:
(1) heildarfjárhæð afskrifaðara skulda hvers fyrirtækis í ISK
(2) hlutfall afskrifaðara skulda af heildarskuldum
(3) hlutfall af hlutafé sem ríkið eða fjármálastofnanir þess yfirtaka í viðkomandi fyrirtæki vegna afskriftanna
(4) eignarhald á viðkomandi fyrirtæki fyrir og eftir afskriftir
(5) ákvörðun afskrifta skuldanna þ.e. af hverjum er hún tekin og hvers vegna
Framkvæmdarleg skilyrði: Nauðsynlegt er að þessar upplýsingar séu
A ) skráðar í grunninn um leið og ákvörðun hefur verið tekin um afskrift skulda og
B) öllum aðgengilegar til þess að eftirlitið eða aðhaldið með athöfninni nýtist sem best.