Bæði Hallur Magnússon og Jón Baldur Lorange gera að umtalsefni framgöngu Guðna Ágústssonar í þætti á Útvarpi Sögu.
Jón Baldur vitnar í þau ummæli Guðna að Ísland sé á „Saga Class“ með EES samningnum – menn getur líklega greint á um það enda er mjög eðlileg niðurstaða af málflutningi margra andstæðinga ESB að við segjum upp EES samingnum.
Því hvað er EES annað en stöðugt „aðlögunarferli“ að ESB – án þess að við höfum nokkuð efnisatriðin að segja?
Bæði Hallur og Jón vísa í ummæli Guðna um að Íslendingar vilji ekki „innflutning á lifandi búfénaði“ og ekki að „landhelgin fyllist af erlendum togurum“ en Hallur bætir við þeirri fullyrðingu fyrrverandi formanns síns í Framsóknarflokknum að Íslendingar vilji ekki „gegna herskyldu fyrir Evrópusambandið“.
En líkt og Hallur nefnir ætti Guðni að geta sofið rólegur – líkur eru á að ekkert af þessu verði að veruleika, jafnvel þótt við gengjum í ESB.