Samfylkingin er mjög að reyna að fjarlægja sig frá landsdóminum yfir Geir Haarde. Í flokknum heyrist varla í neinum sem mælir málsmaðferðinni bót.
Jóhanna er á móti þessu – kannski er hún líka þreytt á endalausu tali um hana sjálfa eigi að draga fyrir landsdóm. Sigmundur Ernir segir að þetta sé pólitísk aðför.
En Ingibjörg Sólrún skrifar undir lista til stuðnings Geir – og það sem meira er, sérleg aðstoðarkona hennar, Kristrún Heimisdóttir, flytur dramatíska ræðu á samkomu í Hörpunni til stuðnings Geir, og segir:
„Mig langar til að lýsa því hér í þessum sal, þá varð ég vitni að yfirvegun og æðruleysi eins manns, sem fyrir þann sterka mátt örlaganna sem við ráðum ekki við, sem valdist úr hópi Íslendinga til að taka flest spjótalögin og sverðshöggin. Ég held að Íslendingar séu almennt þeirrar skoðunar að Geir H. Haarde eigi sanngirni skilda.“