Í síðustu færslu fjallaði ég um myntbreytinguna árið 1980. Þegar manni fannst skyndilega að íslenskir peningar væru aftur verðmætir. Og þá var íslenska krónan skamma stund á pari við þá dönsku.
Það var eitt sem ég gleymdi að nefna.
Það að ef myntbreytingin hefði ekki orðið myndi kaffibolli á kaffihúsi í Reykjavík kosta 45 þúsund krónur.
Flugfar til útlanda 5 milljónir.
Og meðalíbúð 2,5 milljarða.