Þetta eru öfugmæli.
Í því samfélagi nepótisma og klíkuskapar sem við búum í gjalda menn nú sjaldnast fyrir hverra manna þeir eru, hvar í flokki þeir standa eða hverjir eru vinir þeirra.
Hæfasti maðurinn í þessu umsóknaferli þurfti að gjalda fyrir að vera ekki sonur fyrrverandi ráðherra.
Annars er það skrítið með Sjálfstæðisflokkinn: Tveir valinkunnir íhaldsmenn sem áður nutu mikillar virðingar í röðum flokksins teljast nú í hópi óvinanna – Sigurður Líndal og Pétur Kr. Hafstein.