fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Grikkir þurfa skuldaafskriftir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. júní 2011 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Economist segir að eina leiðin sem sé fær í tilfelli Grikklands sé að afskrifa eitthvað af skuldum ríkisins. Það þurfi í raun að helminga þær niður í 80 prósent af þjóðarframleiðslu. Ástandið yrði samt erfitt í Grikklandi, en það yrði þó viðráðanlegt. Eins og staðan er nú í landinu er þar fjárlagahalli áður en farið er að borga af skuldum. Það er semsagt ekkert afgangs til þess. The Economist telur að bankar í Evrópu muni þola þessar afskriftir séu þær gerðar á skipulegan hátt.

Um það þarf ekki að efast að ástandið í Grikklandi er að miklu leyti sjálfskaparvíti. Grikkir misstu fjárhag ríkisins algjörlega úr böndunum. En það verður samt að leysa vandamál þeirra. Aðrir kostir en skuldaafskriftir eru mjög slæmir. Jú, það er hægt að dæla lánum inn í landið til að halda því á floti. Þetta veldur reiði og óstöðugleika, sérstaklega í Þýskalandi þar sem skattgreiðendum óar við að hella fé í slíka hít.

Sá kostur að Grikkland verði einfaldlega gjaldþrota, dragi sig út úr evrunni og fari aftur að nota sinn eigin gjaldmiðil er lika slæmur. Þessi gjaldmiðill, hin nýja drakma, myndir hrynja á fyrsta degi. Enginn getur spáð hvað mikið. Bankar myndu fara unnvörpum á hausinn. Skuldabyrðin yrði ennþá verri. Verðbólga myndi stóraukast meðan ríkið þyrfti að prenta peninga til að fjármagna sig. Þetta myndi heldur ekki hjálpa mikið: Grikkir flytja svo lítið út að gagnsemi veiks gjaldmiðils er takmörkuð.

Economist segir að leiðtogar Evrópu verði að takast á við þennan vanda meðan þeir hafa enn tækifæri til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“