fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Ágíasarfjós

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. júní 2011 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðvitað breyttust mótmælin í miðborg Aþenu í dag í óeirðir. Það höfðu verið kallaðir til 5000 lögregluþjónar. Grímuklædd ungmenni sem kalla sig anarkista tóku yfir mótmælaagerðirnar þegar leið á daginn – það kom líka til átaka milli þeirra og mótmælenda sem vildu hrekja anarkistana brott.

Vandinn er að mótmælin fara fram í einstefnugötu. Þau bera vott um magnleysi fremur en styrk. Það er mikil reiði, en lítið um hugmyndir.  Grikkland býr við gjörspillta stjórnmálastétt. Spillingin er landlæg, ein af ástæðunum fyrir kreppunni er hvernig vildarvinum er stanslaust komið á ríkisspenann. Síðan voru hagtölur beinlínis falsaðar. Grikkir skattana sína helst ekki, og grískir auðmenn flytja fé sitt úr landi þegar þeir geta.

Grikkir þurfa nýtt stjórnmálakerfi, en hið gamla er svo inngróið að erfitt verður að hnekkja því. Í gamla daga við svona aðstæður hefði herinn líklega gripið inn í og tekið völdin.

Grikkir þurfa nauðsynlega á því að halda að hreinsað sé út úr þessu Ágíasarfjósi. Til þess er þó lítil von. Ótti við upplausn í landinu sér til þess. Margir sem ég hef talað við hafa horn í síðu verkalýðsfélaga sem kommúnistar stjórna. Þegar farið er berjast á götum höfuðborgarinnar verður millistéttin skelkuð. Í Grikklandi lifa minningar um herforingjaeinræði og borgarastríð við kommúnista.

Það er í raun sorglegt að stjórnmálaflokkarnir sem komu Grikklandi á vonarvöl. Nea Demokratia og Pasok, séu nú að ákveða örlög þjóðarinnar í þinghúsinu í Aþenu. En það virðist ekki vera völ á neinum öðrum. Það væri þó mikill áfangi í Grikklandi ef spilltir stjórnmála- og fjármálamenn væru dregnir fyrir dóm. Líklega væri best að byrja á Karamanlis, síðasta forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“