fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

ESB-umsóknin og flokkshagsmunir Samfylkingarinnar

Egill Helgason
Mánudaginn 27. júní 2011 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alls ekki rétt hjá Páli Vilhjálmssyni að aðildarumsóknin að ESB sé dauðvona. Að mörgu leyti horfir betur fyrir umsókninni en fyrir nokkrum misserum þegar Icesavemálið var í  hámæli. Ef marka má þróun mála gæti orðið býsna mjótt á mununum.

Það eru ágætar líkur á því að náist samningar um sjávarútveg- og landbúnað sem þjóðin getur fellt sig við – og það er reyndar eitt af því sem liðsmenn Heimssýnar óttast.

Annað sem getur spilað inn í er að Ísland dragist aftur úr nágrannalöndum sínum eins og er að gerast. Það þýðir ekki að benda alltaf á Grikkland – í mörgum löndum Evrópu er góður gangur í efnahagslífinu. Sú tilfinning gæti vel ágerst að Íslendingar séu að einangrast úti í hafi.

Hins vegar er rétt hjá Páli að Samfylkingin vill reyna að leiða aðildarviðræður til lykta fyrir næstu þingkosningar – meðal annars í þeirri von að allt fari á rú og stú í öðrum flokkum fyrir kosningarnar. Þá gæti Samfylkingin grætt á því að vera eini flokkurinn sem er heill í afstöðunni til ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“