Þróunin á Vesturlöndum frá tíma Thatchers og Reagans er sú að hinir ríku verða ríkari.
Þetta er innbyggt í frjálshyggjuna sem þau boðuðu.
Millistéttin horfði upp á ríkidæmið, sá það í sjónvarpi og las um það í blöðum.
Reyndi svo að hanga í þeim ríku með því að taka sífellt meiri lán. Þetta var líka á tíma þegar lánsfé var ódýrt.
Þetta hlaut að enda með ósköpum. Alls staðar á Vesturlöndum jókst skuldsetning fólks til muna á árunum eftir 2000.
Það var falskt góðæri víðar en á Íslandi.
2007 kemur ekki aftur, hvorki hér á Íslandi né annars staðar. Víðast hvar í Evrópu og Bandaríkjunum blasa við lakari lífskjör, meira atvinnuleysi. Það er líklegt að svo verði til frambúðar.
Og hinir ríku halda áfram að fleyta rjómann ofan af. Það er risastórt verkefni fyrir stjórnmálamenn að stuðla að auknum jöfnuði á nýjan leik. En yfirleitt eru þeir of hugdeigir til þess.