I nýjustu skáldsögu sinni, sem nefnist Kortið og landsvæðið, fjallar Michel Houellebecq meðal annars um Evrópu náinnar framtíðar sem er orðin eins konar skemmtiegarður – eða réttar sagt þemagarður – fyrir Kínverja og fólk frá öðrum heimsálfum.
Allt er snyrtilegt og fólkið sveltur ekki, en helsta atvinnustarfsemin er að snúast kringum ferðamenn sem vilja upplifa hina gömlu, og líklega nokkurn veginn steindauðu, evrópsku menningu.
Þetta er ekkert fráleit hugmynd. Auðugum Kínverjum fjölgar stöðugt, þeir fara að ferðast og og þá er það líklega gamla Evrópa sem hefur mesta aðdráttaraflið með söfnum sínum, höllum og tónlistarhúsum.
En Houellebecq gefur ekki mikið fyrir að menningin í Evrópu sé sérlega lífvænleg, fremur að hún sé síð…síð…síð-eitthvað.