fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Meistari málverksins látinn

Egill Helgason
Mánudaginn 20. júní 2011 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georg Guðni Hauksson sem nú er snögglega látinn, aðeins fimmtugur að aldri, var einn merkasti myndlistarmaður þjóðarinnar.

Hann hafði einstaka sýn – ég man hvílík upplifun það var að sjá fyrst myndirnar eftir hann. Jú, þetta voru landslagsmyndir – og landslag var ekki mikið í tísku þá – en það var land í móðu, útlínur fjalla, heiðalönd huldin þoku, kalt, norrænt, einhæft. En Georg Guðni dró fram dulúð þess og sérstæða fegurð.

Georg Guðni hafði mikil áhrif – ég held að varla hafi verið hermt jafn mikið eftir neinum myndlistarmanni í seinni tíð og honum. Líkt og Kjarval fann hann nýja sýn á landið – hann var frumlegur í besta skilningi þess orðs, þegar myndheimur hans var orðinn að veruleika voru margir sem tileinkuðu sér hann. Líkt og hann hefði alltaf verið þekktur, en það var hann ekki. Georg Guðni var sá sem uppgötvaði hann.  Sumir hafa fetað slóð hans ágætlega, aðrir síður.

Georg Guðni skilur eftir sig mikla og merkilega arfleifð í málverkum sínum, en kveður þennan heim alltof fljótt.

georg1-1Georg Guðni: Landslag, 1998.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“