fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Kóngur í ríki sínu

Egill Helgason
Mánudaginn 20. júní 2011 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef farið talsvert um þau svæði á Íslandi þar sem mest er af fugli þetta vor og sumar.

Um Snæfellsnes, út í Vestmannaeyjar – já, og í gær hjóluðum við Kári út að Gróttu og Nestjörn í bíðviðrinu.

Þegar ég var strákur var faðir minn að reyna að kenna mér að þekkja fugla (og blóm) en ég var algjörlega ómóttækilegur. Kári hefur engan ofboðslegan áhuga heldur. En nú finnst mér gaman að kunna svolítil skil á þessu.

En fuglalífið hérna er sérlega fjölbreytt. Á ferð okkar í gær sáum við æðarfugl með unga úti við Gróttu, kríurnar voru farnar að hnita í kringum okkur við Nestjörn, þar var líka tjaldur í litlum hóp, en þegar við komum út að Norræna húsi voru þar gæsir með unga sína og hvæstu að okkur þegar við komum nálægt. Þar var líka lóa að spóka sig.

Það er merkilegt að hugsa til þess að þegar fyrstu landnámsmennirnir komu á þessa eyju úti í Atlantshafi var hér ríki fuglanna. Fuglarnir áttu staðinn – fyrir utan refinn sem var eina spendýrið sem þá var til á landinu.

Skolli hefur sjálfsagt unað sér vel, nóg af fugli og fiski, hann hefur verið kóngur í ríki sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“