Í nýjasta hefti The Economist er skrifað um litla virkni sólarinnar og spurt hvort þetta gæti verið fyrirboði kólnandi veðurs á jörðinni. Í blaðinu segir að áður gætu hafa orðið kuldaskeið af þessum völdum.
Það gæti þá vegið upp á móti hlýnuninni vegna gróðurhúsaáhrifa. Mannkynið fengi þá svigrúm til að bregðast við loftslagsbreytingum – en hvort það verður nýtt skynsamlega er allsendis óvíst, segir í The Economist.