Spiros Economides hjá London School of Economics skrifar hnitmiðuðustu greiningu sem ég hef séð á ástandinu í Grikklandi á vef BBC. Kjarni málsins er að Grikkir hafa komið sér upp ósjálfbæru efnahagskerfi sem hefur byggst á ódýru lánsfé, styrkjum frá Evrópusambandinu og lélegu eftirliti með ríkisfjármálunum.
Þegar kerfið hrynur leita Grikkir út um allt einhverjum til að skella skuldinni á – en þeir vilja helst ekki taka ábyrgð sjálfir. Stjórnmálaflokkar eru líka að gera sér mat úr ástandinu í eiginhagsmunaskyni, þeir hræra í gruggugu vatni, þegar einmitt ríður mest á að þjóðin standi saman.