fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Notkun á þjóðhetjunni Jóni Sig

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. júní 2011 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Sigurðsson lifði háborgaralegu lífi í Kaupmannahöfn eins og sjá má á heimili hans þar, það er í Öster Voldgade 12.

Jón er mjög skilgetið afkvæmi hugmyndastrauma á 19. öld. Þá blossaði upp þjóðernisstefna í kjölfar rómantíkurinnar – Jónas Hallgrímsson er helsti fulltrúi hennar. Þessar hugmyndir einkenndu stjórnmál út um alla Evrópu á þessum tíma. Flest lönd eiga sínar þjóðhetjur frá þessu tímabili. Sumir gripu til vopna eins og Garibaldi, aðrir sökktu sér í lagaleg rök eins og Jón.

Jón aðhyllist líka hugmyndir um verslunarfrelsi sem voru partur af borgarlegum hugmyndaheimi þess tíma. Hann var talsmaður endurreisnar íslenskra mennta, en landið skyldi vera opið gagnvart erlendum áhrifum í gegnum verslunina. Hann var ekki sósíalisti þótt slíkir hugmyndastraumar væru farnir að ryðja sér til rúms.

Menn geta svo notað Jón sem tákn um eitt og annað. Á Þjóðfundinum 1851 stóð Íslendingum til boða að verða nokkurn veginn fullgildir þegnar í Danaveldi. Það vildi Jón ekki, hann sóttist eftir frelsi þjóðarinar – í anda ríkjandi hugmyndastrauma. Það átti hins vegar að gerast undir valdi Danakonungs – Jón vildi sjálfsstjórn Íslendinga undir konungi.

Jón er túlkaður fram og til baka þessa dagana. Margt af því er bókstaflega kjánalegt. Það er ótrúlega fánýtt að tala um í hvaða flokki hann hefði verið eða hverjar hefðu verið hugmyndir hans um til dæmis Evrópusambandið. Vandinn við Jón er líka svolítið hvað hann er fjarlægur – hann hefur óskoraðan þjóðhetjustatus eins og við fáum að sjá á morgun þegar 200 ára afmæli hans er á sama degi og þjóðhátíðardagurinn, en það er erfitt að gera hann sérlega spennandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“