Sumir hafa látið sig dreyma um að Ísland gangi Noregi aftur á hönd – finnst það betri kostur en Evrópusambandið.
Nú er staðan sú að fjöldi Íslendinga fluttur til Noregs.
Annar fjölmennur hópur sækir vinnu í Noregi og sendir peninga heim.
Og nú eru Norðmenn að falast eftir því að Íslendingar gegni herþjónustu fyrir þá. Fyrir því er reyndar ævagömul hefð.
Svo er það draumurinn um að fá að taka upp norsku krónuna.
Hið ríka olíuland handan við hafið togar í hina skuldugu smáþjóð.