Ósannindi eru merkilegt fyrirbæri.
Þeir sem venjast á að fara frjálslega með sannleikann, jafnvel frá ungum aldri, verða þannig að þeir þekkja hann ekki lengur. Eða kannski er þeim alveg sama.
Í nýjustu skáldsögu sinni, Kortinu og landsvæðinu, vitnar Michel Houellebecq í stjórnspekinginn Alexis de Tocqueville sem sagði um stjórnmálamann sem hann átti samskipti við:
Hann var svo vanur að fara inn og út úr sannleikanum að hann vissi ekki lengur hvað var hvað.