Gunnar Tómasson hagfræðingur setti þessa athugasemd hér á vefinn:
— — —
„Það hefur enn ekki fengist útskýrt af hverju Seðlabanki Íslands lét það viðgangast að viðskiptabankarnir steyptu sér í 2800 milljarða neikvæða hreina gjaldeyrisstöðu um árabil fyrir hrun þrátt fyrir SKÝR ákvæði 13. gr. seðlabankalaga að slík neikvæð staða mætti að hámarki jafngilda 10% af eigin fé bankanna.
Skv. bókum þeirra nam eigið fé viðskiptabankanna 1000 milljörðum við hrunið – og hefur væntanlega að miklu eða öllu leyti verið sjónarspili. En 10% af 1000 milljörðum er 1/28 hluti af þeirri neikvæðu stöðu sem Seðlabanki Íslands lét sér vel líka á uppgangstímum viðskiptabankanna.
Ef marka má hagtölur hans, þá verður ekki betur séð en að Seðlabanki Íslands hafi verið lykilaðili í þeirri óheillaþróun sem kollvarpaði bankakerfinu, hagkerfinu og er á góðri leið með að rústa samfélaginu.“