fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Ekki útskýrt

Egill Helgason
Mánudaginn 13. júní 2011 00:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Tómasson hagfræðingur setti þessa athugasemd hér á vefinn:

— — —

„Það hefur enn ekki fengist útskýrt af hverju Seðlabanki Íslands lét það viðgangast að viðskiptabankarnir steyptu sér í 2800 milljarða neikvæða hreina gjaldeyrisstöðu um árabil fyrir hrun þrátt fyrir SKÝR ákvæði 13. gr. seðlabankalaga að slík neikvæð staða mætti að hámarki jafngilda 10% af eigin fé bankanna.

Skv. bókum þeirra nam eigið fé viðskiptabankanna 1000 milljörðum við hrunið – og hefur væntanlega að miklu eða öllu leyti verið sjónarspili. En 10% af 1000 milljörðum er 1/28 hluti af þeirri neikvæðu stöðu sem Seðlabanki Íslands lét sér vel líka á uppgangstímum viðskiptabankanna.

Ef marka má hagtölur hans, þá verður ekki betur séð en að Seðlabanki Íslands hafi verið lykilaðili í þeirri óheillaþróun sem kollvarpaði bankakerfinu, hagkerfinu og er á góðri leið með að rústa samfélaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt