fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Engir góðir kostir

Egill Helgason
Mánudaginn 9. maí 2011 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur reynst erfitt að finna lausn á skuldavanda Grikkja. Ríkissskuldabréf Grikkja eru komin í ruslflokk. Einn vandinn er sá að Grikkir flytja svo lítið út að það verður lítill afgangur á utanríkisviðskiptum.

Nú kváðu þeir hafa hótað því að yfirgefa evruna og taka upp drökmuna að nýju.

Það gæti haft einhverja kosti í för með sér. Grikkland yrði samkeppnishæfara, það yrði ódýrara að ferðast þangað – með þessu myndi líklega fylgja sú klásúla að þeir ætluðu að borga skuldir sínar í drökmum.

En á móti koma ýmis vandkvæði. Þetta er engin patentlausn. Nýja drakman myndi sökkva eins og steinn. Það yrði óðaverðbólga í landinu og ringulreið. Grikkir myndu eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir innfluttan varning sem þeir eru mjög háðir. Bankarnir í landinu myndu hrynja allir sem einn og það yrði gríðarlegur fjármagnsflótti. Líklega þyrfti að loka landamærum ríkisins til að reyna að stöðva hann.

Þannig að það eru engir góðir kostir í boð fyrir Grikki. Kannski er möguleiki að þeir gætu rétt fljótar úr kútnum með þessum hætti en með því að þreyja innan evrunnar. Það er þó alls ekki víst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“