Stöllur úr Sjálfstæðisflokknum töldu að Andri Snær Magnason væri of umdeildur til að vera í dómnefnd um skipulag Þingvalla.
Þó hefur hann setið einni voða fínni nefnd án þess að sérstök athugasemd sé gerð við það.
2003 skipaði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, Andra Snæ í stjórn Þjóðmenningarhússins.
2007 skipaði Geir Haarde, sem þá var forsætisráðherra, Andra Snæ aftur í þessa sömu stjórn.
Annars er það merkilegt með þessa umdeildu menn. Sigurður A. Magnússon rithöfundur hefur til dæmis alltaf verið of umdeildur til að megi setja hann í flokk heiðursverðlaunahafa Alþingis. Gegn því hefur einarðlega verið staðið. Sigurður á að baki mikinn feril sem felur í sér alls kyns ritstörf og merkar þýðingar. Hann er nú orðinn gamall maður og tekinn að lýjast, veit ég. En honum hefur verið neitað um þessa viðurkenningu sem þó hefur oft komið til álita að veita honum. Það er frekar klént.