fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Framsóknarhús við Hofsvallagötu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 4. maí 2011 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö sérlega glæsileg einbýlishús standa við Hofsvallagötuna, hlið við hlið. Annað er hús sem reist var af Vilhjálmi Þór, bankastjóra og athafnamanni, en hitt var sem samvinnumenn byggðu fyrir Jónas Jónsson frá Hriflu. Þetta eru semsagt framsóknarhús. Ég þekki þau nokkuð vel, ekki vegna þess að mér hafi nokkurn tíma verið boðið þangað inn, heldur vegna þess að ég bjó í Vesturbænum þegar ég var strákur, og þá fannst manni einhvern veginn nærtækara að klifra yfir garða fremur en að ganga á götum – ég stytti mér oft leiðina í skólann í gegnum garða þessara húsa.

Í húsi Vilhjálms Þórs hafa búið umdeildir menn. Vilhjálmur sjálfur var ekki sérlega vel þokkaður, hann var ráðherra í utanþingsstjórninni 1942-1944, harður í hagsmunagæslu fyrir Sambandið og var svo höfuðpaurinn í olíumálinu sem þótti mikið hneyksli á sínum tíma. Sjálfur Björgólfur Guðmundsson bjó þarna um tíma, svo Herluf Clausen og síðustu ár hefur búið þarna Guðmundur A. Birgisson, sem er kenndur við Núp í Ölfusi. Allir hafa þessir menn komist í fréttir vegna umdeildra viðskipta.

Í Hamragörðum, húsi Jónasar frá Hriflu, var um hríð félagsheimili samvinnumanna. Þá var þetta ekkert sérlega flott, linoleumdúkar á gólfum og innréttingar heldur fátæklegar. Síðar eignaðist Elvar Örn Aðalsteinsson húsið og gerði það upp, en síðari ár hefur eigandi þess verið Kári Stefánsson. Nú er það til sölu, tekið er fram að allt sé húsið sérlega glæsilegt og að lofthæð sé þrír metrar. Líklegt er að farið sé fram á meira en hundrað milljónir fyrir húsið. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni sem var eins konar hirðarkitekt Jónasar frá Hriflu.

e433114_5480A

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?