Það er gaman að skulda verðtryggð fasteignalán á Íslandi.
Maður hélt að það væri kannski ekki mikil verðbólga í samfélagi þar sem ríkir stöðnun eins og hér.
En, nei.
Samkvæmt nýjustu tölum er ársverðbólgan 11,2.
Lánin hækka hressilega við það.
Á evrusvæðinu er ársverðbólgan í kringum 2,8 prósent.
Þar eru vextir í sögulegu lágmarki, en hver veit nema þessar tölur verði tilefni til að hækka vexti á Íslandi?