Það eru fáir tónlistamenn sem hafa samið jafnmörg lög sem hafa verið flutt af öðrum og Bob Dylan.
Ábreiðurnar – það er þýðing á cover – eru legíó.
Hljómsveitin The Byrds flutti nánast eingöngu lög eftir Dylan í upphafi. Það eru til frægar útgáfur af lögum hans eftir Joan Baez, Van Morrison, Sam Cooke, Pearl Jam, Guns´N´Roses, Anthony & the Johnsons, Patti Smith, Eric Clapton, The Ramones, The Pretenders, The Band, Nancy Sinatra, Stevie Wonder, Neil Young. Rolling Stones, George Harrison, Ritchie Havens, Norah Jones, Nina Simone, Julie Driscoll, Tracy Chapman, Manfred Mann, Willie Nelson, Rod Stewart, Grateful Dead, kántríkónginn Johnny Cash, írsku þjóðlagasveitina The Clancy Brothers, soulsveitina The O’Jays – og svo má lengi telja.
Mjög lengi.
Þessi útgáfa er einna frægust, Jimi Hendrix með All Along the Watchtower:
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=bng3agUOYiI]
Og hér er önnur snilldarútgáfa, hjómsveitin Them með It´s All Over Now Baby Blue – söngvarinn er ungur Van Morrison:
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=D7WJHdE0__I]