Í túristabúðunum í Reykjavík er allt fullt af litlum ísbjarnarböngsum og alls konar varningi sem er skreyttur ísbjörnum.
Fyrir utan tvær búðir á Laugaveginum eru eftirmyndir af ísbjörnum í næstum fullri stærð.
Ísbirnir eru semsagt partur af minjagripaiðnaðnum á Íslandi.
Því er mjög líklegt að ferðamenn spyrji: Eru margir ísbirnir á Íslandi?
Og þá er hægt fara undan í flæmingi – eða svara eins og satt er: Nei, þeir eru allir drepnir undireins og til þeirra sést.