Fjórði hvítabjörninn sem er felldur á þremur árum! Og þetta eru dýr sem eru talin í útrýmingarhættu.
Það er lítill sómi að þessu. Komur hvítabjarna eru orðnar árviss viðburður en samt hafa menn ekki neina viðbúnaðaráætlun vegna þeirra, heldur eru þeir bara drepnir undireins, að því er virðist að geðþótta.
Umhverfisráðherra þarf að svara fyrir þetta. Það verður aldeilis gaman að segja útlendingum frá því að Íslendingar drepi ísbirni hvenær sem til þeirra sést.