Það verður ábyggilega reynt að hefna fyrir dauða Osama Bin Ladens. Það má búast við því að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka verði hátt næstu vikurnar eða misserið.
En það hafa verið að gerast stórviðburðir í hinum íslamska heimi sem gera hugmyndir Bin Landens úreltar.
Arabíska byltingin stefnir í aðra átt en hann vildi. Hún byggir ekki á wahabbisma eða ofsatrú, heldur er hún ákall um lýðræði, mannréttindi, frelsi og velferð.
Facebook og Twitter hafa verið áhrifaríkari en al-Qaida eins og Ian Black skrifar í Guardian.