Það hefur verið nokkuð gert með orð Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar, se segir að gjaldeyrishöft haldi gengi krónunni óeðlilega lágu og að afnám þeirra myndi leiða til hækkunar krónunnar.
Nýleg greinining Arionbanka gekk út að krónan væri of sterk, krónan þyrfti að vera veikari til að mæta skuldum þjóðarinnar, annars þyrfti Seðlabankinn að fara að nota gjaldeyrisforða sinn.
Efnahagsstefnan sem rekin er hérna, og hefur að sumu leyti verið að virka, gengur út á að hafa krónuna lága til að útflutningsgreinarnar skili tekjum. Hið lága krónugengi heldur líka niðri neyslu í landinu og minnkar þannig notkun gjaldeyris.