fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Þjóðfélagsbreytingar

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. maí 2011 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Lind Hansson sendi þetta bréf í framhaldi af viðtalinu við franska mannfræðinginn Emilie Mariat sem var sýnt í Silfrinu í dag.

— — —

Sæll Egill,

Vil segja að viðtalið við Emilie, franska mannfræðinginn, var einkar áhugavert. Hún hefur greinilega náð að gera þeim félagslegu umskiptum sem orðið hafa á landsbyggðinni í tengslum við kerfisbreytingar í sjávarútvegi ágætis skil. Kvótakerfið hefur sannarlega verið örlagavaldur í mörgu tilliti félagslegu, efnahagslegu og stjórnmálalegu. Við erum að tala um 27 ár, 1984-2011, og hafa breytingar á íslensku samfélagi í kjölfarið verið hreint út sagt ótrúlega miklar. Setning þessa kerfis, þróun og áhrif, er þörf rannsókn fyrir fræðimenn að rannsaka. Niðurstöður geta hjálpað okkur að meta hvort að kerfið hafi verið okkur til heilla eða óheilla. Sannarlega er umræða um hinar ýmsu hliðar kerfisins nauðsynleg nú þegar breytingar á því eru á dagskrá.

Önnur stór þjóðfélagsbreyting sem í gangi var á sama tíma og í sjávarútvegi var í landbúnaði. Breyta þurfti landbúnaðarkerfinu sökum þess að það framleiddi of mikið – var óhagkvæmt. Mjólkursamlög voru úreld eða sameinuð öðrum. Sláturhúsum var lokað. Kaupfélög fóru á hausin eða drógu úr starfsemi sinni. SÍS hvarf af vettvangi. Félagsleg áhrif þessara breytinga voru gríðarlegar. Félagsleg tengsl í kringum atvinnuna rofnuðu. Fólk flutti annað. Þetta er að gerast frá miðjum níunda áratug og allt til dagsins í dag. Kannski hefur þessi þróun verið mest áberandi í mínu heimahéraði – Borgarfirði. Þar var mjólkursamlagið úrelt 1995, Kaupfélagið dró verulega úr starfsemi sinni, sláturhúsum sem voru þau stærstu í landinu á árum áður var lokað. Ofan á þetta fór bærinn illa út úr „hruninu“ – Loftorka fór á hausinn og sömuleiðis Sparisjóður Mýrasýslu. Talar fólk um „gömlu góðu dagana“ um samfélagið fyrir þessar breytingar allar (það gerir maður sjálfur – kannski eðlilega).

Þróun á sömu nótum hafi orðið víða annarstaðar á Íslandi. Algjörlega. Eflaust væri hægt að rannsaka breytingar í landbúnaðarkerfinu með sömu aðferðum og franski mannfræðingurinn notar á áhrifum kvótakerfisins.

Þó er fólk allt að vilja gert að bjarga sér og hefur gert myndarlega á morgum stöðum með því að leita nýrra leiða í atvinnusköpun. Samt er reiðin og eftirsjá til staðar. Eins og franski mannfræðingurinn réttilega benti á, þá vekur sú tilfinning að hafa ekki „stjórn“ eða „ná ekki tökum“ á hver á hvað eða hvaða öfl ráða örlögum samfélagsins, upp ýmis viðbrögð – reiði og ótta.

Þetta hefur magnast eftir hrun. Eðlilega. Gerir umræðu um hin og þessi mál kannski óbilgjarna – Icesave, ESB, kvótan, virkjanir – og fulla af tortryggni.

Sennilega eru fundir Emilie eilítill gluggi inn í sálartetur þjóðarinnar – þjóðar sem finnur sig hrædda í óstöðugum, óvissum og síbreytilegum heimi þar sem fyrirbæri eins og stjórnmál, tæknibreytingar og hin kalda krafa um hagræðingu ræður för.

Kveðja,
Heiðar Lind Hansson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa