fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Er hinn glæsti ferill Strauss-Kahn á enda?

Egill Helgason
Sunnudaginn 15. maí 2011 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem nú er ákærður fyrir nauðgun í New York, hefur verið efstur í skoðanakönnunum um hver verði næsti forseti Frakklands. Ákæran á hendur honum setur aldeilis strik í reikninginn. Strauss-Kahn er hefur verið talinn sá frambjóðandi sem gæti helst ógnað Sarkozy forseta – sem ekki vinsæll. Strauss-Kahn hefur lengi skipulagt framboð sitt og það var búist við því að hann myndi tilkynna það nú í júní. Kosningarnar eru næsta vor.

Strauss-Kahn sækist eftir því að verða frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hefur verið í tilvistar- og leiðtogakreppu, eiginlega síðan á dögum Mitterrands. Aðrir mögulegir frambjóðendur flokksins eru Ségolene Royal, sem tapaði illa fyrir Sarkozy í síðustu kosningum, og Martine Aubry sem er dóttir Jacques Delors – hins fræga leiðtoga Evrópusambandsins. Það hefur verið talið að Strauss-Kahn ætti auðveldara með að ná til kjósenda á miðjunni en Royal og Aubry.

Af öðrum líklegum frambjóðendum má nefna Evu Joly fyrir græningja og Marinu Le Pen fyrir Þjóðfylkinguna. Ef Sósíalistar bjóða upp á lélegan frambjóðanda er ekki óhugsandi að endurtaki sig atburðirnir frá 2002 þegar Marinu, Jean Marie Le Pen, komst í síðari umferð forsetakosninganna. Það þótti mikil hneisa fyrir Frakkland.

Strauss-Kahn er þrígiftur og hefur ekki verið við eina fjölina felldur í kvennamálum. Hann átti í ástarsambandi við strarfsmann AGS fyrir nokkrum árum, var þá hreinsaður af ásökunum um kynferðislega áreitni en þurfti að biðjast afsökunar.

Strauss-Kahn er af gyðingaættum, fæddur í Marokkó. Það er ekki efast um gáfur hanns, hann átti glæsilegan námsferil og er mjög snjall í tilsvörum. Hann þykir hafa staðið sig vel í starfi sínu hjá AGS og það hefur styrkt stöðu hans í frönskum stjórnmálum. Hann varaði við kreppunni áður en hún kom – og var einna fyrstur valdamanna til að segja að það þyrfti að dæla ógurlegum fjárhæðum inn í efnahagskerfi heimsins ef það ætti ekki að hrynja.

Kona hans er næstum enn frægari en hann í Frakklandi. Hún heitir Anne Sinclair og er mjög vinsæl sjónvarpskona. Þess utan er hún erfingi nokkurra auðæfa.

En útlitið hjá Strauss-Kahn er dökkt. Ásakanirnar á hendur honum virðastbýsna alvarlegar og hann er lentur í myllum bandaríska dómskerfisins – sem sleppir ekki svo glatt. Líkurnar á að hann verði forseti virðast vera fyrir bí – sem og líklega stjórnartíð hans hjá AGS.

bildeStrauss-Kahn: Hann hefur verið talinn einna líklegastur til að verða næsti forseti Frakklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa