fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Hnignun Moggans

Egill Helgason
Föstudaginn 13. maí 2011 17:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgefandi Morgunblaðsins segir að Davíð Oddsson geti haldið áfram sem ritstjóri blaðsins fram á elliár.

Eitt sinn var Morgunblaðið þjóðblað. Það hallaðist til hægri, en mestöll þjóðin treysti blaðinu, taldi sig ekki geta verið án upplýsinganna sem var að finna í því – blaðið var borið í næstum hvert einasta hús í Reykjavík.

Morgunblaðið hefur alveg misst þessa stöðu og það er engin viðleitni í þá átt að endurheimta hana. Í staðinn hefur blaðið orðið málpípa þröngra hagsmuna, fréttir blaðsins eru ekki trúverðugar , og af því leggur alltof sterkan keim af ritstjóranum og fortíð hans. Góðir ritstjórar stjórna blöðum og setja mark sitt á þau – en þeir eru ekki blöðin.

Útgefendum blaðsins virðist standa á sama um þetta – og líka þótt lesturinn minnki og blaðið færist lengra út í þröngt horn. Því verður sjálfsagt beitt óspart í deilunum um kvótakerfið – og meðan svo er mun féð sem er lagt er í blaðið varla þrjóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!