fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Founder´s Lounge

Egill Helgason
Föstudaginn 13. maí 2011 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Björgólfur Guðmundsson tók til við að byggja húsið sem nú heitir Harpa var hann vinsælasti maður á Íslandi. Og það var gerð könnun í blaði og þar kom í ljós að flestir sem voru spurðir vildu helst líkjast syni hans, Björgólfi Thor. Það er óþarfi að gleyma þessu nú þegar hann sniglast inn í Hörpu og er í raun persona non grata. Maður sér myndir af honum koma í húsið og enginn talar við hann nema Árni Johnsen.

Hefði ekki átt að bjóða honum? Ja, það hefði verið svolítið eins og að slá striki yfir sögu hússins – sem er eins og hún er.

Frásögn í frétt Ríkisútvarpsins í kvöld er athyglisverð, hún lýsir andanum sem ríkti á tímanum þegar lagt var á ráðin um byggingu hússins. Og það skal ítrekað að þessi framganga þótti bara býsna smart:

„Reikningurinn við húsið hækkaði því úr 12 og hálfum milljarði í um sautján milljarða króna. Og ýmislegt athyglisvert kemur í ljós þegar upphaflegu teikningarnar eru skoðaðar. Á austurhlið hússins stóð upphaflega til að innrétta sérstakar fríðindastofur, eða VIP-herbergi, sem hópar eða fyrirtæki gætu leigt undir fundi og veislur. Á efstu hæðinni stóð hins vegar til að innrétta tæpa 140 fm sem svokallaða Hollvinastofu, eða Founder’s Lounge. Hún hefði orðið einkasvíta Björgólfs Guðmundssonar og annarra fjárfesta. Stefán Hermannsson segir að þetta herbergi verði nú bara fundarsalur til útleigu eins og allir aðrir salir í húsinu.

En svo maður tuði ekki bara þá er Hamrahlíðarkórinn nú að syngja á opnunarhátíðinni í Hörpu. Andlitin breytast, ný ungmenni bætast við, önnur fara, en það er alltaf sami tónninn – sama listin. Frábært!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa