Það er ekki nýtt að handrið í tónleika- og sjónleikahúsum séu nokkuð glæfraleg.
Ég hef setið á framsta bekk á svölum í óperunni í Prag og verði hræddastur um að fleygja mér fram af – þá var engin fyrirstaða í handriði sem náði rétt upp fyrir hné. Sá vottur af lofthræðslu sem ég hef brýst fram með þessum hætti.
Ég fór í Stokkhólmsóperuna og þurfti frá að hverfa vegna þess að mig sundlaði upp á efstu svölum.
Ég man heldur ekki betur en að handriðið á svölunum í Þjóðleikhúsinu sé ansi lágt. Það kölluðust efri svalir þangað til húsinu var breytt þannig að sætunum í salnum var lyft. Þótti mjög hátt uppi á sínum tíma.
En þetta getur greinilega verið tvísýnt í Hörpunni líka. Ég þekki konu sem gafst upp á opnunartónleikunum, þoldi ekki að sitja á efstu svölunum.
Og það gæti verið slysalegt ef áhorfendur tækju að húrra af efri svölunum niður í salinn mitt í herlegheitunum.