fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Á efstu svölum

Egill Helgason
Föstudaginn 13. maí 2011 07:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki nýtt að handrið í tónleika- og sjónleikahúsum séu nokkuð glæfraleg.

Ég hef setið á framsta bekk á svölum í óperunni í Prag og verði hræddastur um að fleygja mér fram af – þá var engin fyrirstaða í handriði sem náði rétt upp fyrir hné. Sá vottur af lofthræðslu sem ég hef brýst fram með þessum hætti.

Ég fór í Stokkhólmsóperuna og þurfti frá að hverfa vegna þess að mig sundlaði upp á efstu svölum.

Ég man heldur ekki betur en að handriðið á svölunum í Þjóðleikhúsinu sé ansi lágt. Það kölluðust efri svalir þangað til húsinu var breytt þannig að sætunum í salnum var lyft. Þótti mjög hátt uppi á sínum tíma.

En þetta getur greinilega verið tvísýnt í Hörpunni líka. Ég þekki konu sem gafst upp á opnunartónleikunum, þoldi ekki að sitja á efstu svölunum.

Og það gæti verið slysalegt ef áhorfendur tækju að húrra af efri svölunum niður í salinn mitt í herlegheitunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!