Evu Joly er ekki fisjað saman.
Nú hefur hún skrifað sakamálasögu ásamt blaðakonunni Judith Perrignon. Bókin heitir Les yeux de Lira eða Augu Líru og fjallar um glæpi og fjármálaspillingu – hvað annað?
Leikurinn berst milli ýmissa landa, en söguhetjurnar eru frá Nígeríu og Rússlandi og aðalskúrkurinn er rússneskur ólígarki.
Aðspurð um söguna segir Joly að hún hafi lengi verið heilluð af lögreglusögum – og að í Skandinavíu þaðan sem hún komi lesi menn drekki menn brennivín og lesi slíkar bækur á löngum vetrarkvöldum.
Þess má geta að bókin hefur fengið frekar góða dóma í frönskum fjölmiðlum.