Heiðar Már Guðjónsson hélt fyrirlestur hjá Arionbanka og nefndi sex atriði sem þyrftu að vera í lagi til að hægt væri að endurreisa íslenska hagkerfið:
1. Íslenska krónan, aflögð með upptöku nýrrar myntar
2. Fjárlagahalla þarf að eyða því hann ryður öðrum fjárfestingum frá, með hækkun vaxta
3. Samrekstur viðskipta- og fjárfestingabanka, er ekki ákjósanlegur þar sem innistæðutrygging er fyrir hendi
4. Norræn velferð 2010 en ekki 1970, Svíþjóð er það land sem vex hraðast í Evrópu í dag vegna þess að þeir eru að hverfa frá ónýtu skipulagi sem þeir bjuggu sér á árunum 1970-1990
5. Skilanefndir banka, þarf lagabreytingu til að afnema það vald sem skilanefndir fengu gefins en þær starfa án ábyrgðar ríkis, kröfuhafa eða eftirlitsstofanana.
6. Orkuframleiðsla sem ræðst af hagkvæmni en ekki atkvæðasmölun, enda skiptir öllu að selja á alþjóðlegum verðum, frekar en með afslætti heim í hérað