Það gæti orðið dramatískur dagur á morgun.
Steingrímur J. Sigfússon hefur boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 11.
Maður hlýtur að spyrja hvort hann ætli að segja af sér sem fjármálaráðherra eftir þrautagönguna síðustu tvö árin þar sem tilraunir til að leysa Icesavemálið hafa mistekist – og sumir flokksmenn hans hafa verið í stanslausri uppreisn.
Ögmundur Jónasson útmálar vináttu sína og Steingríms í grein á vefsíðu sinni. Það vita allir sem fylgjast með stjórnmálum að þetta er mjög ofmælt.
Steingrímur verður svo gestur í Silfri Egils klukkan 12.30 ásamt hinum formönnum flokkanna.