fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Íslendingar og þjóðaratkvæðagreiðslur

Egill Helgason
Laugardaginn 9. apríl 2011 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir Icesave kosninguna á morgun munu líklega hefjast ákafar umræður um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þetta er eitt málið sem Stjórnlagaráð þarf að fást við.

Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag er að rífa þjóðina í sundur. Það er of snemmt að greina þessa reynslu – en hún er örugglega lærdómsrík.

Svisslendingar hafa langa reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslum í stórum og smáum málum. Þar eru gögn um þau mál sem þarf að greiða atkvæði um send kjósendum í pósti nokkrum sinnum á ári. Svo mæta þeir sem hafa áhuga og þá er stundum kosið um mörg mál í einu  – þátttakan er ekki alltaf sérlega góð. Þetta virkar eins og frekar fáguð aðferð, þótt ekki sé hún gallalaus.

Umræðan um Icesavekosninguna hefur magnast nú í vikunni og er orðin hávær, frek og fyrirferðarmikill. Í raun virðast margir vera ruglaðri í ríminu en áður en umræðan hófst. Þetta er alveg látlaus síbylja þar sem menn geta ekki einu sinni verið sammála um eiföldustu staðreyndir. Það er líka augljóst að sumir eru að nota atkvæðagreiðsluna í einhverjum tilgangi sem kemur Icesave sáralítið við – til að fella ríkisstjórnina eða spilla fyrir ESB umsókninni. Innlegg Samtaka atvinnulífsins í umræðuna var ósmekklegt.

Það er svo til lítils sóma að Vigdís Finnbogadóttir skuli hafa orðið fyrir rætnum árásum eftir að hún lýsti afstöðu sinni í gær. Þetta ber vott um vanstillingu sem boðar satt að segja ekki gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB