Formenn stjórnmálaflokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson, Steingrímur J. Sigfússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson auk Birgittu Jónsdóttur verða gestir í Silfri Egils á sunnudaginn.
Fréttastofan er með sérstakan fréttatíma um úrslitin í Icesave-kosningunni klukkan 12 en að því loknu verða umræður um niðurstöðuna með flokksforingjunum.
Af öðrum gestum í þættinum má nefna Salvöru Nordal, nýkjörinn formann Stjórnlagaraáðs.