Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hugmyndafræðingurinn bak við Icesave, sá sem horfði á peningana rúlla inn og sagði þetta vera „tæra snilld“ segir í viðtali við DV:
„Mín skoðun er sú, í fyrsta lagi, að það var ekki ábyrgð á þessu og í öðru lagi þá hefði sú ábyrgð verið ólögleg ef hún á annað borð hefði verið, vegna samkeppnisreglna og í þriðja lagi er minni áhætta í því að segja nei heldur en já, þrátt fyrir einhverjar hótanir og slíkt.“
Ef svo er þá er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu að Sigurjón og Landsbankinn hafi verið að ljúga vitandi vits í eftirfarandi texta um innistæðuverndina sem birtist á vefsíðu Icesave. Þá finnst manni reyndar líklegt að hægt sé að lögsækja Sigurjón og aðra stjórnendur Landsbankans fyrir fjársvik – þessi texti sem sparifjáreigendum var boðið upp á hefur þá ekki meira gildi en hvaða Nígeríusvindl sem er. (Smellið á myndina ef þið viljið stækka hana.)