Dómurinn yfir Baldri Guðlaugssyni kemur manni nokkuð á óvart – hann er harðari en maður hefði ætlað.
Það eru stórtíðindi þegar ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, einn helsti samstarfsmaður og ráðgjafi ráðamanna á Íslandi um langt skeið, innvígður maður, er dæmdur í tveggja ára fangelsi auk þess sem stórar fjárhæðir eru gerðar upptækar.
Héraðsdómur segir að brot Baldurs séu stórfelld.
Sérstakur saksóknari ætti að geta unað vel við þetta, ákæra hans hélt – það er í fyrsta skipti að sakfellt er eftir rannsókn embættisins.
En svo er auðvitað spurning hvað Hæstiréttur gerir?