fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Tengslin við ESB

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. apríl 2011 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að í huga ákveðins hóps er Icesavekosningin nátengd ESB. Þeir munu líta á nei á laugardaginn sem sigur fyrir þá sem eru andsnúnir ESB. Svona horfir þetta við í Hádegismóum og Heimssýn.

Bæði verður þetta áfall fyrir ríkisstjórnina og eykur líkurnar á því að hún hrökklist frá völdum – og að aðildarumsókn að ESB verði þá hugsanlega dregin til baka.

Og svo virkar þetta eins og einhvers konar generalprufa þar sem miklar þjóðernistilfinningar eru virkjaðar gegn erlendum ríkjum.

Aðildarferilið er þannig orðið eins og dans eftir línu. Það er svo viðkvæmt að ekki einu sinni utanríkisráðherrann sem fer með málið kemur í fjölmiðla til að skýra það út – eða tala fyrir málstað sínum. Hann lætur yfirleitt ekki ná í sig.

En það er svosem ekki alveg víst að þetta muni ganga eftir. Það er ennþá eftir nokkuð langur tími þangað til farið verður að kjósa um tilbúinn samning. Það verður varla fyrr en 2013.

Á þeim tíma gæti efnahagsbatinn á Íslandi orðið svo hægur að ESB fari að líta út eins og betri kostur. Rök hafa verið færð fyrir því að neiið getið hamlað efnahagsbatanum verulega – það á eftir að koma í ljós.

Og svo getur hitt líka hafa gerst að þjóðin hafi eytt svo miklu tilfinngalegu púðri í tvær Icesavekosningar að það verði erfitt að spana hana upp aftur með þessum hætti. Það er þó ekki gefið – Íslendingar virðast vera furðu áhrifagjarnir og sveiflurnar í tilfinninglífi þjóðarinnar eru óskaplegar. Að þessu leyti erum ansi ólík grannþjóðum okkar á Norðurlöndunum.

En það er allavega víst að verulegt óbragð mun sitja í mörgum eftir kosninguna á laugardag – sumt af því sem maður er að sjá þessa dagana er svo skelfilegt að maður er hálf dapur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum
Tengslin við ESB

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef