fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Icesave-vísur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. apríl 2011 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær vísur ganga manna á meðal um Icesave – já, þetta er gengið svona langt. Ekki er þó vitað til þess að skáldsögur séu á leiðinni.

Önnur er nei-vísa eftir Þórarin Eldjárn:

Víst er það skrýtið, virðist mér,
sem vilja jámenn ná fram:
Að hafa Icesave yfir sér
áfram!

…Þetta viðhorf vel ég ei,
viti og rökum fáklætt.
Við skulum segja nei nei nei.
Nei er jákvætt.

Hin er já-vísa eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson:

Icesave boðar böl og vá,
biturð sína margir tjá.
Skuldavofan glottir grá,
glymur svikaraustin flá.
Vits og gætni þörf er þá,
þjóðin mun að lokum sjá
að raunir burtu reka má.
Nú rímar vel að segja já.

Svo mætti kannski auglýsa eftir kveðskap fyrir þau okkar sem er eiginlega ekki lengur um sel vegna þessa og íhugum jafnvel að mæta ekkert á kjörstað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum
Icesave-vísur

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef