fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Hús byggð á fagurri hugsjón

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. apríl 2011 17:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkamannabústaðirnir gömlu við Hringbraut hafa verið friðaðir af menntamálaráðherra samkvæmt tilmælum húsfriðunarnefndar. Það er í raun sjálfsagt mál.

Ég er alinn upp þarna í grendinni og hefur alltaf þótt mjög vænt um þessi hús. Saga þeirra er mjög merkileg.

Þau voru reist samkvæmt hugsjónum sósíaldemókrata í kreppunni. Húsakostur alþýðu var þá ekki merkilegur. Fólk hírðist margt saman í kjöllurum – það var svo langt í frá að það teldust mannréttindi að hafa almennilegt húsnæði. Það voru fátækrahverfi í Reykjavík – hið versta var í Pólunum, þar sem nú er Valsvöllurinn, eins og Siguður A. Magnússon hefur lýst.

En í verkamannabústöðunum var rennandi vatn, hiti, baðkör og vatnssalerni. Þetta var hreinn lúxus, þótt núorðið þyki íbúðirnar ekki yfirmáta stórar.

Húsin voru líka hugsuð eins og heilt samfélag. Bak við þau eru garðar til að rækta, svæði fyrir börn til að leika sér – það er róluvöllur og svo var alls kyns þjónusta. Íbúarnir áttu að geta unað sér í hverfinu.

Á horninu á Hofsvallagötu var brauðbúð, þar við hliðina kjöt- og nýlenduvöruverslun og einu bili neðar var fiskbúð. Önnur búð var á horninu á Bræðraborgarstíg, ég man ekki betur en að þar hafi líka verið mjólkurbúð. Og svo var þarna mjög fjölsótt útibú frá Borgarbókasafninu.

Bak við þessi hús búa fallegar hugsjónir um gott líf fyrir alþýðufólk. Þau skipa merkilegan sess i sögu borgarinnar, byggingarsögulega eru þau líka merk því þarna komu að tveir helstu arkitektar Íslands, Guðjón Samúelsson og Gunnlaugur Halldórsson.

17461_286879284630_91318884630_3279361_3115270_n

Verkamannabústaðirnir og róluvöllurinn sirka 1945. Ófáar kynslóðir barna hafa leikið sér þarna. Myndin er eftir Sigurhans Vigni og er úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ekki er enn búið að reisa styttuna af Héðni Valdimarssyni sem þarna stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef